Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnar frábær á Hlíðarenda
Laugardagur 15. desember 2018 kl. 00:31

Gunnar frábær á Hlíðarenda

Keflvíkingar lögðu Valsmenn

Keflvíkingar halda í við toppliðin í Domino’s deild karla í körfunni eftir sigur gegn Valsmönnum í kvöld. Lokastaðan 77-86 í leik þar sem Gunnar Ólafsson fór mikinn hjá Keflvíkingum, skoraði 30 stig og spilaði frábæra vörn á besta leikmann Valsara. Michael Craion var ekki síðri en hann skoraði 26 stig og reif niður 12 fráköst. Keflvíkingar komust ekki alveg í gang í fyrri hálfleik en mættu í ham í þriðja leikhluta og náðu þá upp 16 stiga forskoti. Það dugði þeim til sigurs gegn sprækum Valsmönnum.

Keflvíkingar eru tveimur stigum á eftir Njarðvík og Tindastól sem eru efst og jöfn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Gunnar Ólafsson 30/6 fráköst, Michael Craion 26/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/4 fráköst, Magnús Már Traustason 2/6 fráköst, Nói Sigurðarson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Javier Seco 0/5 fráköst.