Gunnar fékk rautt spjald í Njarðvík
Gunnar á Völlum, hinn skeleggi knattspyrnuáhugamaður var ekki velkominn á Njarðtaksvöllinn í Njarðvík um helgina þegar Njarðvík tók á móti Fjarðarbyggð í 2. deild. Fyrst um sinn átti Gunnar í miklum erfiðleikum með að finna völlinn í Njarðvík og endaði á röngum velli.
Svo reyndist vera að Gunnar var ekki kominn með fjölmiðlapassa og var því vísað af vellinum í Njarðvíkunum og brást hann ókvæða við. Gunnar hefur því verið rekinn að nánast öllum völlum á Suðurnesjum sem verður að teljast ansi sérstakt.
Nánar á Mbl.