Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Gunnar er fyrsti Þróttarinn sem nær 100 leikjum
Páll Guðmundsson, Friðrik V. Árnason, Gunnar Helgason og Haukur Hinriksson.
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 10:44

Gunnar er fyrsti Þróttarinn sem nær 100 leikjum

Gunnar Helgason, fyr­irliði Þróttar Vogum á sínum tíma, varð á dögunum fyrsti leikmaður fé­lags­ins til að spila 100 leiki með meistaraflokki félagsins í knatt­spyrnu. Áfanganum náði Gunnar þegar hann lék með Þrótturum gegn Mána á Höfn í Hornafirði.

Gunnar, sem er 41 árs gam­all varn­ar­maður, spilaði fyrsta leikinn á ferlinum gegn KR-U23 í bikarnum árið 1998. Eru þetta skráðir leikir í þriðju og fjórðu deild, en einnig í bikarkeppni KSÍ.

Gunnar spilaði í 3. deildinni með Þrótti árin 1999 og 2000. Hann kom til baka frá Víði árið 2007 og tók þátt í að endurvekja meistaraflokk félagsins og hefur tekið virkan þátt í því uppbyggingarstarfi síðan.

Dubliner
Dubliner