Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 18. maí 2000 kl. 16:47

Gunnar einu undir pari!

Golfklúbbur Suðurnesja og Austurbakki hf. gengust dagana 11. – 13. maí 2000 fyrir golfmóti. Alls tóku um hund-rað keppendur þátt í mótinu sem fór þannig fram að kepp-endur gátu valið sér einn af þessum dögum til að keppa eða jafnvel leikið á þeim öllum. Besti hringurinn gilti síðan til úrslita. Nýttu margir sér þetta fyrirkomulag og voru leiknir yfir 120 hringir. Úrslit urðu sem hér segir: Keppni án forgjafar: 1. Gunnar Þór Jóhannsson, GS 71 högg 2. Helgi Birkir Þórisson, GS 71 högg 3. Aðalsteinn Ingvarsson, GV 73 högg Keppni meþ forgjöf: 1. Jón Grétar Erlingsson, GS 63 högg 2. Ármann Valur Guþjónsson, GS 63 högg 3. Ásgeir Ragnarsson, GVG 66 högg 4. Eyþór Bender, NK 66 högg 5. Karl Karlsson, GK 67 högg Næstur holu á 16. braut var Hlynur Geir Hjartarson, GOS 0,58 m. Golfarar eru komnir á fleygiferð og hvert mótið rekur nú annað. Næstu mót eru á laugardag og sunnudag, annars vegar opið unglingamót og hins vegar stórmót eldri kylfinga. Annað stigamót GS verður svo næsta þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024