Gunnar Einarsson hættur með Keflavík?
Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Einarsson hefur ekki leikið með toppliði Keflavíkur í síðustu leikjum liðsins í Iceland Express deild karla. Gunnar er reynslumesti leikmaður liðsins. Birgir Már Bragason formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vildi ekki ræða mál Gunnars við Morgunblaðið í morgun en sagðist hafa trú á því að hann kæmi aftur í raðir Keflvíkinga.
Sjálfur neitar leikmaðurinn að tjá sig um málið og því verður tíminn að leiða í ljós hvort Gunnar leiki með Keflavík að nýju, finni sér annað lið eða leggji sigursæla skónna á hilluna.
VF-Mynd/ Úr safni - Gunnar í leik með Keflavík gegn ÍR.