Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 5. júní 2000 kl. 07:49

Gunnar Ásgeirsson annar í Swindon-torfærunni

Keflvíkingurinn Gunnar Ásgeirsson varð í öðru sæti á torfærumótinu í Swindon í Englandi í gær. Gunnar Ásgeirsson ók Erninum mjög vel á seinni hluta mótsins. Auk þess fékk hann sérstök verðlaun fyrir mestu aksturstilþrif mótsins en hann lauk keppni með risastökki með þeim afleiðingum að bíllinn fór heljarstökk í loftinu og lenti á hvolfi samkvæmt lýsingu fulltrúa Víkurfrétta á mótinu. Hann sagði Gunnar snöggan út úr bílnum og hann hafi veifað til áhorfenda sem fögnuðu honum ákaft. Gunnar Ásgeirsson hlaut 2080 stig. Annar Suðurnesjamaður, Páll Antonsson á Reisgræjunni hafnaði neðar í flokki sérútbúinna. Gunnar Gunnarsson á Trúðnum í flokki götubíla lenti í vandræðum í gær. Bíllinn bilaði og Gunnar missti af tveimur þrautum. Hann lauk keppni án verðlaunasætis með 1325 stig. Torfærukapparnir og fylgdarlið þeirra koma heim frá Bretlandi í dag og framundan eru fleiri torfærukeppnir hér heima og í Skandinavíu. Lokastaðan (samkvæmt mbl.is) Gunnar Egilsson, Egils Gull, 2170 stig Gunnar Ásgeirsson, Erninum, 2080 stig Sigurður Þór Jónsson, Toshibatröllinu, 2020 stig Haraldur Pétursson, Musso, 1990 stig Gísli G. Jónsson, Artic Trucks, 1970 stig Ásgeir Jamil Allanson, Nesquick, 1912 stig Björn Ingi Jóhannsson, Fríðu Grace, 1830 stig Ragnar Róbertsson, Pizza 67 Willys, 1775 stig Guðmundur Pálsson, Krílinu, 1745 stig Páll Antonsson, Reisgræjunni, 1715 stig Kenneth Fredriksson, Svíþjóð, 1590 stig Hans Mäki, Svíþjóð, 1430 stig Gunnar Gunnarsson, Trúðnum, 1325 stig Daníel G. Ingimundarsson, Grænu þrumunni, 1300 stig Arne Johannesson, Noregi, 1070 stig Rafn A. Guðjónsson, Rauða prinsinum, 400 stig
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024