Gunnar áfram hjá Njarðvík
Gunnar Magnús Jónsson skrifaði undir framlengingu á samning sínum við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun hann því áfram þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu. Gunnar var fyrst ráðin haustið 2010 til tveggja ára og hefur verið mikil ánægja með störf hans. Æfingar og undirbúning fyrir næsta keppnistímabil hefjast á fimmtudaginn. Liðið leikur í 2. deild þar sem liðið hafnaði um miðja deild síðastliðið sumar.
Hvað varðar leikmannahópinn þá eru ekki komnar neinar línur í það hverning hann verður skipaður en það má alltaf búast við einhverjum breytingum milli tímabila eftir því sem næst verður komist en frá þessu er greint á heimsíðu UMFN.
Mynd / Gunnar Magnús og Arngrímur Guðmundsson formaður