Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gummi Steinars tryggði sigurinn
Fimmtudagur 16. júní 2005 kl. 13:54

Gummi Steinars tryggði sigurinn

Keflvíkingar unnu góðan sigur á ÍA á hinum erfiða heimavelli þeirra á Akranesi, 1-2.

Keflvíkingar höfðu nokkra yfirburði í leiknum og var ljóst að taplæeikurinn gegn Valsmönnum í síðustu um ferð var gleymdur og grafinn. Þeir áttu mun betri sóknir í upphafi, en í einni af fyrstu sóknum ÍA fór Guðjón Heiðar Sveinsson af full miklum ákafa í baráttu við Ómar Jóhannsson, markvörð, og sparkaði í höfuð hans með þeim afleiðingum að Ómar lá óvígur eftir. Hann missti meðvitund um tíma og var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður síðar um kvöldið óbrotinn en með heilahristing.

Magnús Þormar kom inná í stað Ómars og stóð sig vel.

Þrátt fyrir að vera meira með boltann í fyrri hálfleik náðu Keflvíkingar ekki að skapa sér teljandi færi, en Skagamenn komust yfir á lokakafla hálfleiksins þegar Hjörtur Hjartarson skoraði með bylmingsskoti frá vítateigslínunni upp í samskeytin.

Guðjón Árni Antoníusson jafnaði muninn með skoti úr teignum eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni, sem tryggði svo sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 77. mínútu. Skotið var fast og hnitmiðað þannig að Bjarki Guðmundsson, fyrrum markvörður Keflvíkinga , kom engum vörnum við.

Kristján Guðmundsson, þjáflari var sátttur með sigurinn í leikslok, enda eru útisigrar ekki daglegt brauð á Skipaskaga. „Við vorum betri í þessum leik. Við vorum að spila flottan bolta og opna vörnina hjá þeim í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta meiri spurning um baráttu.“

Kristján bætti því við að meiðsli Ómars væru að sjálfsögðu áfall fyrir liðið, en Magnús Þormar væri greinilega reiðubúinn til að axla ábyrgðina í fjarveru Ómars.

6. umferð deildarinnar lýkur í kvöld þegar Grindavík tekur á móti KR.

Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024