Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gummi Steinars: Með flottustu mörkunum mínum
Fimmtudagur 21. júní 2012 kl. 16:08

Gummi Steinars: Með flottustu mörkunum mínum



Guðmundur Steinarsson markahrókur Keflvíkinga skoraði stórglæsilegt mark í 2-0 sigri Keflavíkur á Fram í 8. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Guðmundur fékk boltann rétt fyrir framan miðju og átti skot sem fór yfir Ögmund Kristinsson og í netið.

,,Ég fann það leið og ég var búinn að sparka að hann færi inn. Það liggur við að það hefði verið hægt að byrja að fagna strax en maður kunni ekki við það ef hann hefði náð boltanum markmaðurinn," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

,,Þær eru frægar þessar sláarkeppnir hjá miðju hjá mörgum liðum og það eru margir sem eru lúmskir í því að setja hann frá miðju." Ögmundur stóð rétt fyrir framan markteig í marki Fram þegar Guðmundur skaut að markinu.

,,Við unnum hann pínu óvænt og það er ekki það fyrsta sem markmönnum dettur í hug að hlaupa til baka þegar liðið tapar boltanum á miðjunni. Ég held að það sé ekki við hann að sakast í þessu marki."

Guðmundur hefur áður skorað falleg mörk með langskotum og hann skoraði af svipuðu færi í leik með Vaduz í Liechtenstein fyrir nokkrum árum. Guðmundur telur að markið í gær sé eitt það fallegasta á ferlinum auk marks sem hann skoraði gegn KR árið 2002 þegar hann þrumaði í slána og inn.

,,Aukaspyrnumarkið var algjör klína en þetta mark fer upp með þeim flottustu," sagði Guðmundur.

Mynd Jón Örvar: Guðmundur fagnar marki sínu í gær.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024