Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 10:43

Gummi Steinars farinn til Danmerkkur á ný

Guðmundur Steinarsson, knattspyrnumaður, er hættur að leika með Fram og er á leið til Danmerkur þar sem hann mun leika með danska 1. deildarliðinu Brönshöj. Hann gekk til liðs við Fram fyrir tímabilið og náði aðeins að skora eitt mark fyrir liðið í bikarleik. Guðmundur er ekki ókunnugur danska liðinu en hann lék sjö leiki með því í vor og skoraði fjögur mörk. "Það er rétt. Ég er hættur að spila með Fram og held utan til Danmerkur á miðvikudaginn. Það voru engin leiðindi á bak við þetta og við komumst að sameiginlegri niðurstöðu um að ég fengi að fara. Ég hef ekki verið inni í myndinni hvað liðið varðar í síðustu leikjum og þegar Brönshöj setti sig í samband við mig ákvað ég að fá mig lausan þar sem fresturinn til að skipta um félag í Danmörku rennur út 1. september. Það er aðalástæðan fyrir því að ég fer strax," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í morgun.
Guðmundur lék á sínum tíma 82 leiki fyrir Keflavík þar sem hann skoraði 28 mörk í úrvalsdeild. Síðasta tímabil hjá honum í Keflavíkurbúningnum var erfitt en þá féll liðið ásamt því að hann náði ekki að festa sig almennilega í sessi í liðinu, þar sem hann var m.a. notaður sem vinstri bakvörður í nokkrum leikjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024