Gummi Steinars áfram hjá Keflavík
Guðmundur Steinarsson, framherji knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur verið undir smásjá ýmissa erlendra félaga eftir góða frammistöðu með liðinu á liðnu sumri.
Á vefsíðunni fotbolti.net kemur fram að nokkur lið frá Noregi og Svíþjóð hafa sent inn fyrirspurnir um kappann og hann fékk meira að segja samningstilboð frá norsku liði. Það freistaði hans þó ekki meira en svo að hann hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá Keflavík nema eitthvað mikið komi til.
www.fotbolti.net
Á vefsíðunni fotbolti.net kemur fram að nokkur lið frá Noregi og Svíþjóð hafa sent inn fyrirspurnir um kappann og hann fékk meira að segja samningstilboð frá norsku liði. Það freistaði hans þó ekki meira en svo að hann hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá Keflavík nema eitthvað mikið komi til.
www.fotbolti.net