Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 31. mars 2004 kl. 09:57

Gummi Braga hættur!

Guðmundur Bragason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 22 ára langan og farsælan feril þar sem hann lék með Grindavík og Haukum hér heima, en hann lék einnig í einn vetur sem atvinnumaður í Þýskalandi.

Grindavík féll úr keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í leik gegn Keflavík í gærkvöldi og ákvað Guðmundur að láta þar staðar numið, en hann hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna og hefur enginn leikið fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd, eða 169. Hann hefur einnig tekið flest fráköst allra í úrvalsdeild og er fjórði í röð stigahæstu manna frá upphafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024