Gulur Keflavíkursigur
Gulu spjöldin voru sex sinnum á lofti í Keflavík í kvöld þegar Keflavík og Fylkir mættust í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Heimakonur úr Keflavík fóru með sigur af hólmi, 2:0. Fimm leikmenn Keflavíkur fengu gult spjald í leiknum og einnig þjálfarinn.
Sophie Mc Mahon Groff skoraði fyrra mark Keflavíkur á 39. mínútu og Sveindís Jane Jónsdóttir bætti við öðru marki tuttugu mínútum síðar.
Keflvíkingar hafa núna nælt sér í 9 stig í deildinni og hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum. Keflavík er í 7. sæti en Keflavík á næst leik gegn HK/Víkingi á föstudagskvöld á Víkingsvelli.