Gullstrákarnir komnir heim
Lið Njarðvíkur sem sigraði á Shellmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina kom til Njarðvíkur um hádegið í dag. Strákarnir voru sigurreifir enda er þetta í annað sinn sem þeir sigra á mótinu. Við þetta tækifæri afhenti Árni Sigfússon bæjarstjóri liðinu, þjálfurum og aðstoðarmönnum rósir frá Reykjanesbæ. Lið Njarðvíkur sigraði FH í úrslitaleik mótsins með því að skora fyrr í leiknum, en liðin skildu jöfn. Mark Njarðvíkur skoraði Sindri Jóhannsson.Það er full ástæða til að fylgjast áfram með þessu liði, enda er um mjög efnilega stráka að ræða. Spurningin er bara hvort Njarðvíkingar stilla þessu liði upp fyrir leikinn gegn Keflavík á sunnudaginn:)
VF-ljósmynd: Gulldrengirnir úr Njarðvík stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir utan íþróttavallarhúsið í Njarðvík
VF-ljósmynd: Gulldrengirnir úr Njarðvík stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir utan íþróttavallarhúsið í Njarðvík