Gullregn Lífstíls á Þrekmeistaranum á Akureyri
Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Keflavík náði frábærum árangri á Bikarmóti Þrekmeistarans sem fór fram á Akureyri um helgina. Lífsstíll komst á pall í öllum flokkum sem keppt var í auk þess að setja tvö glæsileg ný Íslandsmet. Kristjana Hldur Gunnarsdóttir sigraði einstaklingskeppni kvenna í opnum flokki í 12.sinn, í öðru sæti hafnaði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og þriðja varð Þuríður Þorkelsdóttir. Þær Kristjana og Þuríður voru einnig í tveimur efstu sætunum í flokki 39 ára og eldri og þar hafnaði Árdís Lára Gísladóttir í þriðja sæti.
Í liðakeppni kvenna í opnum flokki sigraði lið hinna 5 fræknu frá Lífstíl á nýju Íslandsmeti 13:28:49. Liðið Dirty nine sigraði í flokki kvenna 39 ára og eldri, einnig á nýju Íslandsmeti 14:40:27. Í parakeppni sigruðu þau Vikar Sigurjónsson og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir á tímanum 14:41:08. Í flokki 39 ára og eldri karla sigraði Vikar Sigurjónsson einnig, ásamt því að hafna í 2.sæti í opnum flokki.
Að lokum var Kristjana Hildur Gunnarsdóttir tilnefnd Þrekmeistari ársins 2010, en sú tilnefning er veitt þeim sem stendur sig best yfir árið. Því má segja að það hafi rignt gulli yfir Suðurnesjamenn um helgina.
Efri mynd: Lið Dirty Nine
Neðri mynd: Fimm fræknar
Myndir frá fitness.is
[email protected]