Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 6. mars 2001 kl. 06:36

Gullið tækifæri úr greipum runnið

Keflvíkingar töpuðu óvænt gegn ólseigu liði Borgnesinga 86-84 í Borgarnesi og misstu þar með af síðasta tækifærinu til að verða deildarmeistarar. Lesa má úr tölulegum staðreyndum vefs KKÍ að eitthvað vanmat hefur verið á ferðinni sem gefur til kynna að leikmenn og þjálfari hafi ekki metið stöðuna rétt. Aðeins 3 leikmenn leika meira en 20 mínútur þrátt fyrir að ekki sé merkja villuvandræði. Guðjón Skúlason skorar 18 stig á aðeins 16 mínútum, Gunnar Stefánsson 13 á 15 mínútum og Falur Harðarson 12 á 16 mínútum. Þá má lesa enn eina söguna úr tölunum, Keflvíkingar tóku 11 víti og nýttu þau öll. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Calvin Davis var einn um hituna, enginn annar Keflvíkingur fékk víti í leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024