Gulldrengirnir stóðu undir nafni

Gulldrengir Jóns Guðbrandssonar úr 1981 árgangnum komu, sáu og sigruðu á  árgangamóti Keflvíkinga sem fram fór um síðastliðna helgi. Það mættu  alls um 40 einstaklingar til leiks sem deildust á sjö lið. Mótið gekk  mjög vel þrátt fyrir misjafnt ástand manna. Tveir árgangar skáru sig úr  hvað mætingu varðar, þ.e. 1975 og 1981.  Á endum léku svo þessi lið til  úrslita og lauk leiknum með sigri 1981 árgangsins. 
Þess má geta að bestu menn mótsins voru  varnarskrímslið Sverrir þór Sverrisson og Sæmundur Oddsson. 
Gulldrengirnir: Sæmundur Oddsson( Doctor Zhivago), Jón N  Hafsteinsson(Slim), Davíð Þ. Jónsson(Teen Wolf), Sævar  Sævarsson(Tweety), Hákon Magnússon(Elvis) og að láni frá KR-ingum Sveinn  Blöndal(Hot dog).  

Silfurliðið, ´75 strákarnir

Sæmundur Oddsson rifjar upp gamla takta á meðan Davíð Jónsson lagar greiðsluna

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				