Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gull, silfur og brons – Team Danskompaní fer vel af stað á heimsmeistaramótinu
Atriðið Teflon vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu. Myndir/Danskompaní
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. júlí 2024 kl. 08:56

Gull, silfur og brons – Team Danskompaní fer vel af stað á heimsmeistaramótinu

Team Danskompaní hóf keppni um helgina á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Prag. Sex atriði frá Danskompaní kepptu á laugardag og sunnudag og unnu þau til tveggja gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna, þá fékk eitt atriði bronsverðlaun og annað lenti í sjötta sæti.

Atriðið Teflon vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu

Dansarar: Andrea Ísold Jóhannsdóttir, Embla María Jóhannsdóttir, Emma Rún Davíðsdóttir, Halla Björk Guðjónsdóttir, Katla Dröfn Guðmundsdóttir, Pálína Hrönn Daníelsdóttir, Rebekka Dagbjört Ragnarsdóttir, Sonja Rós Guðmundsdóttir, Valgerður Pálína Vigdísardóttir og Viktoría Sól Sigurðardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Danshöfundur: Elma Rún.


There Is A Santaclaus vann einnig til gullverðlauna

Dansarar: Andrea Ísold Jóhannsdóttir og Halla Björk Guðjónsdóttir.

Danshöfundur: Elma Rún.


The Cat In The Hat vann til silfurverðlauna

Dansarar: Elísabet Sól Sigurðardóttir, Emma Máney Emilsdóttir og Karólína Pálmadóttir.

Danshöfundur: Elma Rún.


Atriðið Yfir Vestfirðina vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu – Frábær árangur hjá sjö til níu ára stjörnum

Dansarar: Elísabet Davíðsdóttir,  Elísabet Rós Júlíusdóttir,  Elísabet Sól Sigurðardóttir,  Elma Ísaksdóttir,  Emma Máney Emilsdóttir,  Hildigunnur Atladóttir,  Inga Sóllilja Arnarsdóttir,  Karólína Pálmadóttir, Ragnhildur Lilja Skarphéðinsdóttir og Stella Pétursdóttir.

Danshöfundur: Elma Rún.


Í dag keppa fjögur atriði frá Team Danskompaní og munu Víkurfréttir flytja fréttir af árangrinum þegar líður á daginn.