Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gull og silfur í bikarkeppni
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 09:19

Gull og silfur í bikarkeppni

Kvennalið ÍRB hafnaði í öðru sæti í bikarkeppni Sundasambands Íslands sem fram fór um liðna helgi, á meðan karlaliðið varð í fjórða sæti.

Bikarkeppni  Sundsambands Íslands fór fram í Laugardalslauginni. Öflugt og fjölmennt lið ÍRB átti kvennalið bæði í 1. og 2. deild og karlalið í 1. deildinni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keppnin í 1. deild kvenna var  æsispennandi en lokaniðurstaðan varð sú að annað sætið var hlutskipti ÍRB, aðeins 379 stigum á eftir SH eftir hörkukeppni. Karlalið ÍRB lenti í fjórða sæti í karlaflokki, en liðið er mjög ungt að árum og þar er mikil endurnýjun í gangi.

Þrátt fyrir að íslandsmeistaramótinu í 25m laug sé nýlokið og álagið sé mikið, þá var talsvert um bætingar, og mörg góð sund hjá sundfólki ÍRB.

Lokastaðan í 1. deild karla og kvenna var því þessi.
Kvennalið          Karlalið
SH  15121          SH  15353
ÍRB  14742        ÍBR  13537
ÍBR  12191        UMSK  13180
UMSK  12190    ÍRB  12195
Akranes 10070   Akranes 8975

 

Í 2. deildinni var b-kvennalið ÍRB hinsvegar með algjöra yfirburði. Frábær helgi hjá sundfólkinu okkar í Reykjanesbæ.

Lokastaðan í 2. deild kvenna var eftirfarandi.

Kvennalið
ÍRB   10913
SH   9598
ÍBR   9139
UMFB - Vestri  3376
Sundfélagið Ægir 1191