Gull og silfur hjá Keflvíkingum
Minnibolti 12. ára hjá strákunum í Keflavík varð á dögunum Íslandsmeistari en félagið hafði ekki eignast meistara í þessum flokki í 12 ár. Strákarnir í 7. flokki náðu sér svo í silfur um síðastliðna helgi en bæði þessi lið voru heiðruð í hálfleik á leik Keflvíkinga og Stjörnunnar á dögunum. Björn Einarsson þjálfar bæði liðin.