Gull, silfur og brons hjá Nes
Síðustu helgi var haldið hið árlega Hængssmót Lionsmanna á Akureyri.
Á mótinu var keppt í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis, bogfimi og lyftingum. Keppt var í þremur flokkum; flokki þroskaheftra, hreyfihamlaðra og opnum flokki. Íþróttafélagið Nes átti fjölmennasta hóp keppenda á mótinu eða 37 keppendur sem skiptust þannig; 33 í boccia, 2 í borðtennis og 2 í bogfimi. Liðsmenn Ness gerðu sér lítið fyrir og unnu gull í sveitakeppninni í boccia, sveitina skipuðu Sigurður, Arnar Már og Sigríður. Sigurður vann einnig silfur í einstaklingskeppninni eftir tvísýna leiki í úrslitum. Í borðtennis urðu þau Hulda og Jóhann í þriðja sæti og fengu brons. Einnig gekk bogaskyttunum okkar vel þó svo að þær hafi ekki komist á pall að þessu sinni, en bogfimi er ný keppnisgrein hjá félaginu. Í ferðinni voru 9 nemendur úr FS til aðstoðar ásamt þjálfurum, foreldrum, stjórn auk bílstjóra frá SBK.
Á mótinu var keppt í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis, bogfimi og lyftingum. Keppt var í þremur flokkum; flokki þroskaheftra, hreyfihamlaðra og opnum flokki. Íþróttafélagið Nes átti fjölmennasta hóp keppenda á mótinu eða 37 keppendur sem skiptust þannig; 33 í boccia, 2 í borðtennis og 2 í bogfimi. Liðsmenn Ness gerðu sér lítið fyrir og unnu gull í sveitakeppninni í boccia, sveitina skipuðu Sigurður, Arnar Már og Sigríður. Sigurður vann einnig silfur í einstaklingskeppninni eftir tvísýna leiki í úrslitum. Í borðtennis urðu þau Hulda og Jóhann í þriðja sæti og fengu brons. Einnig gekk bogaskyttunum okkar vel þó svo að þær hafi ekki komist á pall að þessu sinni, en bogfimi er ný keppnisgrein hjá félaginu. Í ferðinni voru 9 nemendur úr FS til aðstoðar ásamt þjálfurum, foreldrum, stjórn auk bílstjóra frá SBK.