Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gulir leiða eftir glæstan sigur á KR
Fimmtudagur 9. apríl 2009 kl. 22:58

Gulir leiða eftir glæstan sigur á KR

Deildarmeistarar KR máttu í dag þola sinn fyrsta ósigur í DHL-Höllinni þegar Grindavík náði 2-1 forystu í úrslitaeinvígi liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Nick Bradford fór hamförum í sterku Grindavíkurliðinu með 47 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Gestirnir mættu klárir í slaginn og hreinlega rúlluðu yfir KR-inga og leiddu á köflum með 30 stiga mun. Lokatölur urðu þó 94-107 Grindavík í vil en gulir geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Röstinni á laugardag þegar liðin mætast í sínum fjórða úrslitaleik kl. 16:00.

Jakob Örn Sigurðarson tók ekki langan tíma í að koma sér á blað í liði KR en hann skoraði ekki stig í fyrri hálfleik í öðrum leik liðanna í Grindavík. Jakob kom KR í 4-2 og höfðu heimamenn í KR frumkvæðið í upphafi leiks og leiddu 11-8 eftir sex mínútna leik en þessar sex mínútur einkenndust af háu spennustigi og slökum sóknum.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024