Guðný: Fjölnir bakkar og beitir skyndisóknum
Tveir leikir fara fram í undanúrslitum
Liðin hafa einu sinni mæst í deildinni í sumar og þar höfðu Fjölniskonur betur á heimavelli 1-0. Guðný Petrína Þórðardóttir hefur verið töluvert frá sökum meiðsla aftan í læri en hún sagði í samtali við Víkurfréttir að vonast væri til þess að hún kæmist aftur á fullt eftir um þrjár vikur.
,,Það gengur illa að vinna á meiðslunum og ég er mjög bólgin í öðru aftanverðu lærinu,” sagði Guðný sem kom inn á sem varamaður á dögunum gegn
Guðný hefur verið á varamannabekknum hjá Keflavík að undanförnu og fylgst með lisfélögum sínum í baráttunni. ,,Ég er búin að komast að því að það getur verið meira stressandi að vera á bekknum heldur en inni á vellinum,” sagði Guðný hress í bragði. Hún þykist nokkuð viss um hvernig bolta Fjölniskonur muni leika í kvöld. ,,Þær munu örugglega bakka og reyna að beita skyndisóknum. Við verðum að standa okkur og
Kvennalið Keflavíkur hefur aðeins einu sinni komist í bikarúrslitaleikinn en það gerðist árið 1991 þegar ÍBK var og hét. Þá mættust ÍBK og ÍA þar sem Skagakonur höfðu öruggan 6-0 sigur. Vinni Keflavík leik sinn í kvöld verður það í annað sinn í sögu Keflavíkur sem liðið kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar.
VF-mynd/ Jón Björn - Guðný í leik gegn Þór/KA fyrr í sumar. Það er mikill missir fyrir Keflavík að hafa Guðnýju ekki í framlínunni enda mikill markahrókur. Systir Guðnýjar, Björg Ásta, verður með í kvöld en hún hefur verið frá sökum meiðsla.