Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðni og Sigurvin sæmdir gullheiðursmerki Keflavíkur
Guðni Kjartansson og Sigurvin Guðfinnsson voru sæmdir gullheiðursmerki Keflavíkur. Þeir eru hér á mynd með Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur og Kára Gunnlaugssyni stjórnarmanni.
Miðvikudagur 26. febrúar 2014 kl. 10:30

Guðni og Sigurvin sæmdir gullheiðursmerki Keflavíkur

á aðalfundi Keflavíkur. Hreinn Steinþórsson fékk starfabikarinn.

Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður Íþrótta-og ungmennafélagsins Keflavíkur á aðalfundi félagsins sl. mánudag.

Breytingar urðu á stjórn félagsins en Sigurvin Guðfinnsson hætti eftir átján ára stjórnarsetu. Birgir Már Bragason kom inn sem nýr í varastjórn en á að baki fimmtán ára stjórnunarferil innan Keflavíkur.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sæmdi Einar Haraldsson Gullmerki UMFÍ og þá Hjörleif Stefánsson og Jón Ben Einarsson starfsmerki UMFÍ.

Eftirfarandi heiðranir veitti Keflavík á fundinum:
Guðni Kjartansson og Sigurvin Guðfinnsson voru sæmdir gullheiðursmerki Keflavíkur.
Þrjú gullmerki: Sveinn Adolfsson aðalstjórn, Birgir Már Bragason knattsp- og körfuknattleikstjórn og Dagbjört Ýr Gylfadóttir badmintondeild.
Tvö bronsmerki: Andrés Þórarinn Eyjólfsson fimleikum og Stefanía S. Kristjánsdóttir badminton.
Þrjú silfurmerki: Einar Helgi Aðalsteinsson og Oddur Sæmundsson frá knattspyrnudeild og Kristján Þór Karlsson badminton.

Starfabikar félagsins var veittur Hreini Steinþórssyni.
Skúli Þ. Skúlason fylgdi eftir framtíðarsýn félagsins til næstu tíu ára og var hún samþykkt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórn Keflavíkur 2014 - 2015:
Formaður:
Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Birgir Ingibergsson og Bjarney S. Snævarsdóttir.
Varastjórn: Sveinn Adolfsson, Guðjón Axelsson og Birgir Már Bragason.
Stjórn skiptir svo með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Hreinn Steinþórsson fékk starfsbikar Keflavíkur 2013 sem Kári Gunnlaugsson stjórnarmaður í Keflavík afhenti honum.

Birgir Már Bragason gullmerki Keflavíkur, Stefanía S. Kristjánsdóttir tók við gullmerki Keflavíkur fyrir hönd móður sinnar Dagbjartar Ýr Gylfadóttur, Sveinn Adolfsson gullmerki Keflavíkur og Kári Gunnlaugsson.




Björg Jakobsdóttir stjórnarmaður UMFÍ, Hjörleifur Stefánsson starfsmerki UMFI, Einar Haraldsson gullmerki UMFÍ, Jón Ben Einarsson starfsmerki UMFÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ: