Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðni mun aðstoða Sigurð Ragnar
Föstudagur 8. desember 2006 kl. 16:10

Guðni mun aðstoða Sigurð Ragnar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu en Keflvíkingurinn Guðni Kjartansson var ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins. Félagarnir Sigurður og Guðni munu stýra liðinu næstu tvö ár og eru fyrirliggjandi verkefni m.a. þátttaka í Evrópukeppninni.

 

Guðni er íþróttakennari að mennt og er um þessar mundir að ljúka UEFA A þjálfaragráðu.  Guðni er einn reynslumesti þjálfarinn í íslensku knattspyrnunni og hefur stjórnað flestum landsliðum Íslands, m.a. A-landsliði karla.  Guðni hefur um árabil verið U-19 landsliðsþjálfari karla.  Guðni hefur verið valinn íþróttamaður ársins og á að baki 31 A-landsleik sem leikmaður fyrir Ísland og var þar af fyrirliði í 7 leikjum.

 

Sigurður Ragnar og Guðni störfuðu m.a. saman á U-18 móti í Tékklandi síðastliðið sumar og stýrðu þar í sameiningu U-18 landsliði karla í 3 leikjum.

 

Mynd: www.ksi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024