Sunnudagur 2. mars 2008 kl. 10:09
Guðmundur tekur við fyrirliðabandinu að nýju
Guðmundur Steinarsson hefur að nýju tekið við fyrirliðabandi knattspyrnuliðs Keflavíkur en Jónas Guðni Sævarsson sem að lokinni síðustu leiktíð gekk í raðir KR var fyrirliði á síðustu leiktíð. Áður en Jónas gerðist fyrirliði var Guðmundur fyrirliði Keflvíkinga og er nú aftur kominn með bandið. Varafyrirliði Keflavíkur verður Guðjón Árni Antoníusson og þriðji fyrirliði verður Ómar Jóhannsson markvörður.
Keflavík mætir Stjörnunni í Lengjubikarnum í dag kl. 18:00 í Reykjaneshöllinni í Lengjubikarnum en fleiri Suðurnesjalið verða í eldlínunni í dag.
Njarðvík mætir Fjarðabyggði kl. 14:00 í Reykjaneshöll og Grindavík og Selfoss mætast í Reykjaneshöll kl. 16:00.
VF-Mynd/ Úr safni - Guðmundur Steinarsson í leik með Keflvíkingum.