Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 15:19

Guðmundur Steinarsson snýr aftur!

Knattspyrnukappinn Guðmundur Steinarsson er á heimleið frá Danmörku þar sem hann hefur leikið með 1. deildarliðinu Brönshöj að undanförnu. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hann hafi hug á að leika með Keflvíkingum í sumar, en hann skipti yfir í Fram á síðasta tímabili þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi.

Komi Guðmundur er víst að hann muni styrkja Keflavíkurhópinn verulega. Hann hefur leikið 82 leiki fyrir liðið til þessa og skorað í þeim 28 mörk. Auk þess hefur markvörðurinn Ólafur Gottskálksson æft með Keflvíkingum að undanförnu þrátt fyrir að hann sé enn samningsbundinn Grindvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024