Guðmundur Steinarsson ráðinn aðstoðarþjálfari Breiðabliks
Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Breiðabliks en hann var í þeirri stöðu hjá Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar. Hann fylgir Ágústi Gylfasyni, fráfarandi þjálfara Fjölnis sem var ráðinn þjálfari félagsins nýlega.
„Ágúst vildi hafa mig með til Breiðabliks og þar sem samstarf okkar var virkilega gott var þetta auðveld ákvörðun að fylgja honum í Kópavoginn. Þetta leggst mjög vel í mig, Breiðablik er eitt að stóru félögunum á Íslandi og líklega það stærsta þegar kemur að iðkendafjölda. Ég lít á þetta sem skref uppávið fyrir mig í þjálfun. Þetta verður krefjandi verkefni og á sama tíma spennandi,“ sagði Guðmundur.