Guðmundur Steinarsson kominn heim
Knattspyrnukappinn góðkunni Guðmundur Steinarsson hefur gengið frá félagaskiptum sínum frá danska liðinu Brönshöj til síns gamla liðs Keflavíkur.
Guðmundur gekk til liðs við danska liðið árið 2003, en fyrir það hafði hann verið einn af burðarásum Keflavíkurliðsins og var hann meðal annars markahæsti maður Íslandsmótsins ásamt Andra Sigþórssyni sumarið 2000.
Hann á eflaust eftir að styrkja hópinn verulega og verður fróðlegt að fylgjast með því í sumar hvernig Keflavík fótar sig í efstu deild á ný.