Guðmundur Steinarsson áfram hjá Keflavík
Marka- og leikjahæsti leikmaður Keflvíkinga frá upphafi, Guðmundur Steinarsson mun leika með Keflvíkingum áfram þrátt fyrir að vangaveltur hafi verið undanfarið um framtíð framherjans. Þetta staðfesti Guðmundur í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu. Líklega verður gengið frá samningamálum á morgun.