Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Steinarsson, Keflavík, valinn besti leikmaðurinn
Föstudagur 20. júní 2008 kl. 14:16

Guðmundur Steinarsson, Keflavík, valinn besti leikmaðurinn

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ. Guðmundur Steinarsson úr Keflavík var valinn besti leikmaður þessara umferða og þjálfari hans, Kristján Guðmundsson, var valinn þjálfari umferðanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar hlutu einnig stuðningsmannaverðlaunin fyrir umferðir 1 - 7. Pumasveitin fékk viðurkenningu fyrir sitt framlag 100.000 króna ávísun frá Landsbankanum sem rennur til unglingastarfs Keflavíkur.

Keflavíkingar í úrvalsliði umferðanna voru: Guðjón Árni Antoníusson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Steinarsson einnig var Scott Ramsay frá Grindavík valinn í liðið.

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, hlaut afgerandi kosningu sem leikmaður umferðanna og Kristján Guðmundsson, þjálfari, einnig.

Stuðningsmenn Keflvíkinga, Puma-sveitin, hefur staðið þétt við bakið á sínu liði í fyrstu umferðunum og eru vel að stuðningsmannaverðlaununum komnir. Keflvíkingar hafa sýnt stuðning sinn í verki, komið prúðmannlega og drengilega fram og verið félagi sínu til mikils sóma, segir á vef KSÍ. www.ksi.is

VF-mynd/Þorgils