Guðmundur Steinars kemur til Keflavíkur
Guðmundur Steinarsson, besti maður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á síðasta ári mun klæðast Keflvíkurbúningnum í sumar. „Jú, hann kemur til okkar en það er ekki alveg ljóst hvenær nákvæmlega, í síðasta lagi 15. júlí,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld gegn Fjölni.
Guðmundur lék með FS Vaduz í svissnesku deildinni en þeim kafla er nú lokið hjá honum. Guðmundur er kominn til Keflavíkur en undirbýr nú endurkomu í Keflavíkurliðið. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur það er fyrir Keflavíkurliðið að fá hann aftur. Guðmundur var valinn leikmaður ársins í fyrra enda átti hann frábært tímabil með silfurliði Keflavíkur, var auk þess markahæstur í deildinni.