Guðmundur Rúnar og Karen klúbbmeistarar GS
Rúmlega hundrað kylfingar á skemmtilegu meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru.
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2013 en meistaramótinu lauk í dag. Þátttakendur voru rúmlega eitthundrað en mótið stóð yfir í sex daga og var leikið í 18 flokkum.
Veðrið var gott megnið af vikunni en þó gerði mikla rigningu og rok eftir hádegi á fimmta keppnisdegi. Þá voru mjög erfiðar aðstæður í dag, á lokadeginum en þá var hávaðarok sem gerði mörgum keppendum erfitt fyrir.
Guðmundur Rúnar sigraði í fjórða sinn en hann náði forystu á fyrsta degi og hélt henni út mótið. Hann var á parinu fyrir síðasta hringinn. Davíð Jónsson varð annar, en hann var 4 höggum á eftir Guðmundi fyrir lokadaginn en náði ekki að ógna meistaranum. Minnstur varð munurinn 3 högg. Lokahollið átti ekki góðan dag og lentu þeir Guðmundur Rúnar, Davíð og Kristinn Óskarsson allir í miklum vandræðum á fyrri níu holunum í rokinu.
Karen Guðnadóttir sigraði í meistaraflokki kvenna. Hér er hún í Leirunni á lokadeginum.
Hér má sjá úrslit í öllum flokkum:
Meistaraflokkur karla:
Meistaraflokkur kvenna:
1. flokkur karla:
2. flokkur karla:
3. flokkur karla:
4. flokkur karla:
5. flokkur karla:
1. flokkur kvenna:
2. flokkur kvenna:
3. flokkur kvenna:
3. flokkur kvenna B:
Konur 65 ára og eldri:
Karlar 55-69 ára:
Karlar 70 ára og eldri:
Piltar 15-16 ára:
Drengir 13-14 ára:
Stúlkur 18 ára og yngri:
Drengir 12 ára og yngri:
Það var góð stemmning við klúbbhúsið þegar lokaholl karla var að koma inn.