Guðmundur Rúnar jafnaði vallarmetið á Selsvelli
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, kylfingur í GS, jafnaði vallarmetið á Selsvelli á Flúðum sl. laugardag þegar Réttarmótið fór fram. Guðmundur Rúnar lék á 67 höggum, eða 3 höggum undir pari. Vallarmetið var sett þann 26. júní 2003 þegar Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson fór hringinn einnig á 67 höggum.
Guðmundur Rúnar fékk 7 fugla á hringnum, þar á meðal 4 í röð; á 11., 12., 13. og 14. holu. Hann var með 8 pör, 2 skolla og einn skramba(+2). Hann fékk 38 punkta fyrir árangur sinn.
VF-mynd/ www.kylfingur.is