Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 2. júlí 2001 kl. 10:37

Guðmundur Rúnar hafði betur í baráttu heimamanna

Heimamaðurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson fagnaði sigri á móti Opinna kerfa á Toyota-mótaröðinni, sem lauk á Hólmsvelli í Leiru í gær. Ragnhildur Sigurðardóttir varð hlutskörpust í kvennaflokki. Næsta mót á Toyota-mótaröðinni er Íslandsmótið í höggleik í Grafarholti 9. - 12. ágúst. Guðmundur Rúnar varð aðeins einu höggi á undan félaga sínum, Gunnari Þór Jóhannssyni, sem lék frábærlega í gær er hann setti vallarmet og tók þannig forystu fyrir lokahringinn. Gunnar Þór hafði tveggja högga forskot á Guðmund Rúnar áður en þeir lögðu í hann í dag.

Sigurpáll Geir Sveinsson frá Akureyri, sem varð Íslandsmeistari á Hólmsvelli 1998, hjó nærri þeim heimamönnum eftir níu holur í dag. Þá var munurinn aðeins eitt högg. En Sigurpáli fataðist flugið á seinni níu holunum og því stóð baráttan um sigurinn aðeins á milli þeirra Guðmundar og Gunnars. Guðmundur lék lokahringinn á 75 höggum, þremur yfir pari, við erfiðar aðstæður - rok og rigningu.

Ragnhildur sigraði með fimm högga mun í kvennaflokki. Næst henni varð Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, sem byrjaði mótið mjög vel - lék fyrsta hringinn í gær á 75 höggum. Ragnhildur lék hringina þrjá á 238 höggum. Herborg Arnarsdóttir varð þriðja á 244 höggum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024