Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Rúnar einu höggi undir pari í Leirunni - „Molinari bræður“ bestir á Húsatóftavelli
Mánudagur 11. október 2010 kl. 12:37

Guðmundur Rúnar einu höggi undir pari í Leirunni - „Molinari bræður“ bestir á Húsatóftavelli

Kylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS lék best allra í öðru mótinu á Haustmótaröð GS sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær. Guðmundur Rúnar lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari og sigraði í höggleik. Bjarni Sigþór Sigurðsson úr GS varð annar en hann lék á 72 höggum eða á pari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í punktakeppni var það Sveinbjörn Guðjón Jónsson úr GSG sem lék best allra eða á 42 punktum og sigraði nokkuð örugglega. Bjarni Sigþór og Ævar Már Finnsson úr GS léku á 38 punktum. Lokastöðuna í mótinu má finna inn á golf.is.

Lokastaða efstu kylfinga í höggleik:
1 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 71 -1
2 Bjarni Sigþór Sigurðsson GS 72 par
3 Björgvin Sigmundsson GS 75 +3

Lokastaða efstu kylfinga í punktakeppni:
1 Sveinbjörn Guðjón Jónsson GSG 42
2 Bjarni Sigþór Sigurðsson GS 38
3 Ævar Már Finnsson GS 38
4 Magnús Ríkharðsson GSG 37
5 Hinrik Norðfjörð Valsson GKG 37
6 Páll Antonsson GS 37

Myndir/Kylfingur.is: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson lék vel í Leirunni í gær.

-----

Frábært skor hjá „Molinari bræðrum“ á Húsatóftavelli

Opna Landsbankamótið var haldið á Húsatóftavelli í Grindavík í sumarblíðu í gær. Það hafði sannarlega áhrif á leik manna sem margir hverjir léku frábært golf. Enda var það líka mál manna að völlurinn hafi verið frábær, flatirnar óaðfinnanlegar þrátt fyrir að komið sé fram í októbermánuð. Þetta kemur fram á heimasíðu GG.

Vallarstjórinn á stór hrós skilið fyrir það hversu völlurinn er meiriháttar“ sagði einn kylfingurinn. Það geta margir tekið undir. Besta skor dagsins áttu Annel og Rúnar Þorkelssynir eða „Molinari bræður“ eins og þeir vilja kalla sig á 57 höggum nettó sem er sannarlega frábær spilamennska. Þess má geta að þeir sigruðu einnig um síðustu helgi í styrktarmóti Lundar sem haldið var af Golfklúbbi Sandgerðis.

Í öðru sæti var akureyska teymið „Dude, where is my car?“ sem lék völlinn á 58 höggum nettó eða „á einum Birgi Leif“ eins og kylfingur komst að orði. Í þriðja kom Bjarki Ásgeirsson og félagi á 60 höggum nettó. Í því fjórða, á 61 höggi nettó léku Skagstrendingarnir. Nokkur lið komu á 62 höggum. Ef veður leyfir er stefnt að því að halda Texas Scramble mót um næstu helgi á Húsatóftavelli.

Heildarverðlaun í mótinu voru að verðmæti 155 þúsund krónur.
Nándarverðlaun á 4./17. holu fékk Vilhelm Jónsson með 1,41m
Nándarverðlaun á 8. holu fékk Atli Þór Karlsson með 2,57m
Nándarverðlaun á 13. holu fékk Leifur Guðjónsson með 4,60m

Mynd að ofan: Séð yfir hluta Húsastóftavallar.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu:
Nafn liðs:
1. sæti: Annel Jón Þorkelsson 57
2. sæti: Dude Where Is My Par 58
3. sæti: Bjarki Ásgeirsson 60

Skagstrendingarnir 61
Raggnar Eðvarðs 67
Haraldur 66
Ámundi Sigmundsson 69
Aron Örn Viðarsson 64
Atli Þór Karlsson 64
Auðunsson 64
Bergvin Friðberg Ólafarson 62
Bjarni Andrésson 66
Daníel Einarsson 64
Frosti Eiðsson 67
G og B 9 69
Guðjón Steinarsson 62
Guðrún og Nonni 71
Gunnar O. Sigurðsson 65
Halldór Einir Smárason 65
Ingveldur Eiðsdóttir 71
Jóhann Freyr Einarsson 68
Jósef Kristinn Ólafsson 70
Oddur Sigurðsson 76
Orri Örn Árnason 63
Pálmi Hafþór Ingólfsson 69
Rúnar Gissurarson 63
Sæmundur Oddsson 66
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson 66
Stebbi og Jonni 65
Þórunn og Jón 73
Viktor Jónsson 66
Örn Bárður Jónsson 69