Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur rekinn frá Njarðvík - Rafn tekur við
Mánudagur 29. ágúst 2016 kl. 08:32

Guðmundur rekinn frá Njarðvík - Rafn tekur við

Njarðvíkingar hafa rift samningi við knattspyrnuþjálfarann Guðmund Steinarsson sem hefur þjálfað liðið síðustu þrjú tímabil. Í hans stað kemur Rafn Markús Vilbergsson leikmaður liðsins sem mun stjórna liðinu ásamt Ómari Jóhannssyni aðstoðarþjálfara. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti í 2. deild en þeir töpuðu síðast á laugardag gegn Sindra 0-1.

Njarðvíkingar höfnuðu í 10. sæti á síðasta tímabili og áttunda sæti árið 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024