Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur ólöglegur og Fjölni dæmdur sigur
Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 12:30

Guðmundur ólöglegur og Fjölni dæmdur sigur

Fjölnismönnum hefur verið dæmdur 3-0 sigur í Lengjubikarnum í knattspyrnu þar sem staðfest hefur verið að Guðmundur Steinarsson lék ólöglegur í leik liðanna þegar þau mættust í Reykjaneshöll þann 4. apríl síðastliðinn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Fjölnismönnum hefur verið dæmdur 3-0 sigur þar sem Guðmundur var í byrjunarliði Kefalvíkur en hann hafði hlotið þrjár áminningar í keppninni fyrir leikinn og hefði því átt að taka út leikbann.

 

Úrstlitum leiksins hefur því verið breytt og skráð 3-0 Fjölni í vil. Við þetta minnka möguleikar Keflavíkur enn frekar á því að komast áfram í Lengjubikarnum þar sem þeir eru nú í fjórða sæti og hafa lokið öllum sínum leikjum í riðlinum. Fast á hæla þeirra eru ÍBV þremur stigum á eftir Keflavík en Eyjamenn eiga tvo leiki til góða.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024