Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur og Jakob fimmfaldir Íslandsmeistarar
Föstudagur 18. apríl 2008 kl. 10:02

Guðmundur og Jakob fimmfaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra fór fram á dögunum þar sem félagarnir Guðmundur Ingi Margeirsson og Jakob Gunnar Lárusson fóru á kostum í frjálsum íþróttum og unnu þeir samtals til tíu Íslandsmeistaratitla. NES gerði góða ferð á Íslandsmótið og vann alls til fimmtán gullverðlauna á mótinu. Tvö gullin komu í hlut Láru Ingimundardóttur í langstökki og 60 m. hlaupi. Þá varð Jósef W. Daníelsson Íslandsmeistari í hástökki, Arnar Már Ingibjörnsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi karla 23-24 ára og Eðvarð Sigurjónsson varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi í flokki 19-22 ára karla.
 
Guðmundur varð Íslandsmeistari í 60 m. hlaupi, 200 m. hlaupi, kúluvarpi, langstökki og hástökki í flokki sveina 15-16 ára. Jakob félagi Guðmundar varð Íslandsmeistari í sömu greinum en hann keppti í flokki drengja 17-18 ára.
 
Bocciasveit NES hafnaði í 3. sæti í 1. deild en hana skipuðu þau Konráð Ragnarsson, Sigríður K. Ásgeirsdóttir og Arnar Már Ingibergsson. Þá landaði NES silfurverðlaunum í 3. deild en þá sveit skipuðu Edwin Ström, Eðvarð Sigurjónsson og Guðmundur Ingi Margeirsson.
 
VF-Mynd/ [email protected]Guðmundur til vinstri og Jakob til hægri. Samanlagt eru þeir tífaldir Íslandsmeistarar. Glæsilegur árangur hjá þeim köppum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024