Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur og Ingvi Rafn skrifa undir hjá Keflavík
Laugardagur 19. janúar 2008 kl. 19:47

Guðmundur og Ingvi Rafn skrifa undir hjá Keflavík

Knattspyrnumennirnir Guðmundur Steinarsson og Ingvi Rafn Guðmundsson skrifuðu í dag undir samninga við Keflavík. Eins og flestum er kunnugt hefur Ingvi átt við erfið meiðsli að stríða og hefur lítið getað leikið með Keflavíkurliðinu. Ingvi er á leiðinni til Þýskalands í uppskurð en læknirinn, Dr. Seebauer, hefur náð góðum árangri í aðgerðum á íþróttafólki. Læknirinn telur að eftir aðgerðina og nokkurra vikna sjúkraþjálfun geti Ingvi farið að leika knattspyrnu af fullum krafti.

 

Guðmundur Steinars hefur framlengt samning sinn og því ljóst að hann leikur með Keflavíkurliðinu í sumar. Báðir leikmennirnir léku upp yngri flokkana með Keflvíkingum.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024