Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur og Daníel á pall á NM
Guðmundur Stefán og Daníel vígreifir eftir góðan árangur á NM.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2019 kl. 14:16

Guðmundur og Daníel á pall á NM

Sjö Njarðvíkingar kepptu þar fyrir íslands hönd á Norðurlandamótinu í júdó. Það voru þau Jana Lind Ellertsdóttir, Daníel Dagur Árnason, Ægir Már Baldvinsson, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Kári Ragúels Víðisson, Ingólfur Rögnvaldsson og gamla brýnið hann Guðmundur Stefán Gunnarsson.   

Á laugardeginum var keppt í  unglingaflokkum (15-17ára) og fullorðinsflokkum.  Daníel Dagur Árnason og Ingólfur kepptu í U18 og Ægir Már og Guðmundur kepptu í fullorðinsflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur var sá eini úr hópi Njarðvíkinga og annar tveggja Íslendinga sem vann til verðlauna en hann varð þriðji í þungavigt.   

Á sunnudeginum dróg svo til tíðinda. Daníel Dagur krækti í brons en hann hefði hæglega getað unnið flokkinn en var óheppinn í undanúrslitum. Guðmundur keppti í flokki Veterans, 40 ára og eldri og vann flokkinn.

Sjö keppendur fóru frá UMFN á Norðurlandamótið.