Guðmundur og Bryndís best hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar héldu lokahóf sitt í körfuboltanum á dögunum þar sem veitt voru verðlaun til þeirra sem þóttu skara fram úr á liðnu tímabili. Að þessu sinni voru þau Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Jónsson valin bestu leikmenn í meistaraflokki kvenna og karla.
Hér eru þeir aðilar sem unnu til verðlauna á lokahófinu;
Meistaraflokkur karla;
Besti leikmaður; Guðmundur Jónsson
Besti varnarmaður; Gunnar Ólafsson
Mestu framfarir; Andri Daníelsson
Meistaraflokkur kvenna;
Besti leikmaður; Bryndís Guðmundsdóttir
Besti varnarmaður; Sandra Lind Þrastardóttir
Mestu framfarir; Bríet Sif Hinriksdóttir
Lið ársins;
Arnar Freyr Jónsson, Guðmundur Jónsson, Gunnar Ólafsson, Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir
Bestu leikmenn unglingaflokks; Valur Orri Valsson og Sara Rún Hinriksdóttir
Hefðbundin dagsskrá var um kvöldið en meistaraflokkar félagsins sýndu þar atriði úr eigin smiðju, veitt voru verðlaun til þeirra leikmanna sem þótti skara fram úr og þá hélt Þorkell Máni Pétursson þrumuræðu yfir hópnum. So-Ho sá um veitingarnar og voru þær stórbrotnar fyrir bragðlaukana.