Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur nældi í verðlaun á Hálandaleikunum
Guðmundur í fullum herklæðum, skotapilsi með öllu tilheyrandi.
Þriðjudagur 5. ágúst 2014 kl. 17:31

Guðmundur nældi í verðlaun á Hálandaleikunum

Formlega orðinn atvinnumaður í íþróttum

Njarðvíkingurinn Guðmundur Stefán Gunnarsson gerði það gott í Skotlandi þar sem hann nældi sér í silfurverðlaun á Hálandaleikum. Guðmundur sem er alla jafna þekktur fyrir afrek sín í júdó og íslenskri glímu, keppti í opnum flokki í þjóðarglímu Skota sem kallast backhold.

Guðmundur gantaðist með árangur sinn og sagðist nú formlega vera orðinn atvinnumaður í íþróttum, enda fékk hann 90 pund í  verðlaunafé fyrir þriðja sætið. Annar Íslendingur Bjarni Darri Sigfússon gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og var valinn glímumaður mótsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Efri mynd fotofling Scotland