Guðmundur nældi í verðlaun á Hálandaleikunum
Formlega orðinn atvinnumaður í íþróttum
Njarðvíkingurinn Guðmundur Stefán Gunnarsson gerði það gott í Skotlandi þar sem hann nældi sér í silfurverðlaun á Hálandaleikum. Guðmundur sem er alla jafna þekktur fyrir afrek sín í júdó og íslenskri glímu, keppti í opnum flokki í þjóðarglímu Skota sem kallast backhold.
Guðmundur gantaðist með árangur sinn og sagðist nú formlega vera orðinn atvinnumaður í íþróttum, enda fékk hann 90 pund í verðlaunafé fyrir þriðja sætið. Annar Íslendingur Bjarni Darri Sigfússon gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og var valinn glímumaður mótsins.