Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Mete til Keflavíkur
Miðvikudagur 29. júní 2005 kl. 18:29

Guðmundur Mete til Keflavíkur

Guðmundur Mete, leikmaður IFK Norrköping, er á leið til knattspyrnuliðs Keflavíkur. Guðmundur, sem er sterkur varnarmaður, er 24 ára Eskfirðingur sem hefur búið í Svíþjóð frá 5 ára aldri. Guðmundur ólst upp hjá Malmö FF og varð unglingameistari með því félagi ásamt Ómari Jóhannssyni, markmanni Keflavíkur, og Zlatan Ibrahimovich núverandi leikmanni Juventur á Ítalíu. Guðmundur hefur leikið alls 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, 11 með U-21 árs liðinu og 9 leiki með U-19 og U-17. Guðmundur mun leika með Keflavík út tímabilið í það minnsta og er liðinu mikill styrkur.

Vörn Keflvíkinga hefur verið óörugg það sem af er leiktíð og verður fróðlegt að sjá hvort þessi öflugi leikmaður muni efla lið Keflvíkinga. 

Keflavík leikur við Grindavík á heimavelli sínum á morgun.

Af vef Keflavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024