Guðmundur meiddur og missir af Skagaleiknum
Guðmundur meiddist illa á ökkla í 4-0 ósigrinum gegn Fylki um síðustu helgi og fer í myndatöku á morgun til að fá úr því skorið hver meiðsli hans eru nákvæmlega. ,,Það er vissulega súrt að missa af Skagaleiknum, það er alltaf súrt að missa af leikjum og það hefði verið gaman að taka þátt í þessum leik á laugardag. Þetta verður eins og hver annar leikur en ég vil sjá mína menn vinna ÍA og það helst sannfærandi og sýna að við séum betra liðið,” sagði Guðmundur
Guðmundur meiddist gegn Fylki og bólgnaði mikið á ökkla. Talið er að sprunga hafi myndast í beini í ökklanum eða jafnvel flísast upp úr beininu. Þá er einnig talið að einhver liðbönd séu slitin. Ljóst er að Guðmundur verður einhverjar vikur að jafna sig en það kemur í ljós á morgun hver meiðslin eru nákvæmlega.
VF-Mynd/ [email protected] – Guðmundur í leiknum gegn Fylki þar sem hann meiddist illa á ökklanum. Fylkir hafði 4-0 sigur í leiknum.