Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur líklega ekki áfram í Keflavík
Guðmundur Steinarsson gæti verið á förum frá Keflavík?
Miðvikudagur 16. janúar 2013 kl. 17:40

Guðmundur líklega ekki áfram í Keflavík

Sögusagnir um að Guðmundur sé jafnvel á leiðinni í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson telur minni líkur en meiri á því að hann leiki með Keflvíkingum á næsta tímabili í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Hann staðfesti það í samtali við Víkurfréttir að hann sé að íhuga nokkur tilboð frá öðrum félögum en Guðmundur er samningslaus eins og stendur. Guðmundur segir að hann sé með tilboð frá 5-6 liðum og þau séu ýmist í úrvalsdeild eða neðri deildum.

Guðmundur segir það ekkert launungamál að hann hyggist stefna á frama í þjálfun og það geti vafalaust haft áhrif á ákvörðun hans. Þessa dagana er hann að skoða málin í rólegheitunum og tekur væntanlega ákvörðun á næstunni.

Sögusagnir hafa verið uppi um að Guðmundur gæti hugsanlega gengið til liðs við Njarðvíkinga þar sem hann fengi stöðu í þjálfarateymi liðsins. Guðmundur hefur ekkert æft knattspyrnu síðan síðasta tímabili lauk og segist hann ekkert vera að flýta sér aftur á völlinn. Guðmundur telur að hann eigi jafnvel 1-2 ár eftir sem leikmaður en eins gæti farið svo að hann leggi skóna á hilluna og snúi sér alfarið að þjálfun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024