Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Leo Norðurlandameistari í 200 metra baksundi
Guðmundur Leo, sundmaður úr ÍRB, hefur leik á Norðurlandameistaramótinu með látum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 2. desember 2023 kl. 13:15

Guðmundur Leo Norðurlandameistari í 200 metra baksundi

Sundkappinn Guðmundur Leo Rafnsson úr ÍRB gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í unglingaflokki í 200 metra baksundi á fyrsta degi Norðurlandamótsins sem hófst í Tartu í Eistlandi í gær.

Guðmundur ogbætti tíma sinn um tæpa sekúndu þegar hann synti á tímanum 1:57,33. Guðmundur var einnig í sveit Íslands sem hafnaði í fimmta sæti í 4 x 200 metra skriðsundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eva Margrét Falsdóttir hafnaði í fimmta sæti í 200 metra bringusund þegar hún synti á tímanum 2:31,24 sem er bæting hjá henni.