Guðmundur Leo á Evrópumeistaramót unglinga
Guðmundur Leo Rafnsson hélt af stað til Serbíu á sunnudag þar sem hann keppir á Evrópumeistaramóti unglinga með unglingalandsliði Sundsambands Íslands.
Keppnin hefst í dag, 4. júlí, og þá keppir Guðmundur Leo í 50 metra baksundi, 6. júlí keppir hann í 200 metra baksundi og þann 8. júlí í 100 metra baksundi.
Eins og alltaf er þetta mót gríðarlega sterkt og allir bestu yngri sundmenn Evrópu mættir til leiks. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu LEN:
www.len.eu/disciplines/swimming/