Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Leo á Evrópumeistaramót unglinga
Guðmundur Leo (annar frá hægri) keppti með boðsundssveit Íslands sem vann til silfurverðlauna í 4x100 metra skriðsundi karla á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á Möltu í maí.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 5. júlí 2023 kl. 06:00

Guðmundur Leo á Evrópumeistaramót unglinga

Guðmundur Leo Rafnsson hélt af stað til Serbíu á sunnudag þar sem hann keppir á Evrópumeistaramóti unglinga með unglingalandsliði Sundsambands Íslands.

Keppnin hefst í dag, 4. júlí, og þá keppir Guðmundur Leo í 50 metra baksundi, 6. júlí keppir hann í 200 metra baksundi og þann 8. júlí í 100 metra baksundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og alltaf er þetta mót gríðarlega sterkt og allir bestu yngri sundmenn Evrópu mættir til leiks. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu LEN:

www.len.eu/disciplines/swimming/