Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur leikur sinn 190. leik fyrir Keflavík
Sunnudagur 4. júlí 2010 kl. 15:09

Guðmundur leikur sinn 190. leik fyrir Keflavík

Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, segir mikla tilhlökkun í liðinu fyrir vígsluleikinn í kvöld. Sl. fimmtudag fékk liðið að stíga inn á völlinn í fyrsta skipti eftir endurbæturnar, svona rétt til að kynnast nýja grasinu fyrir leikinn sem verður í kvöld. Guðmundur leikur þá sinn 190. leik með Keflavík en á dögunum lék hann sinn tvöhundraðasta leik í deildinni.

„Við höfum horft á völlinn úr klefanum okkar í sumar og fylgst með framvindunni þolinmóðir í biðinni. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fá að spila á okkar heimavelli. Okkur líður afskaplega vel á þessum velli.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ykkur hefur svo sem ekkert liðið illa á Njarðtaksvellinum miðað við árangur?

„Nei alls ekki, þeir tóku vel á móti okkur í Njarðvík og umgjörðin þar var eins góð og hægt er. En manni líður alltaf betur á eiginn heimavelli og það er mikil tilhlökkun að fá að vígja þennan völl.“

Guðmundur segir andann í leikmannahópnum mjög góðan og tapið í bikarleiknum gegn FH hafi ekki slegið menn út af laginu eins og kom í ljós í næsta deildarleik á eftir þegar Keflvíkingar komust aftur á topp deildarinnar.

„Menn peppuðu hver annan upp fyrir næsta leik. Okkur fannst við ekki fá það út úr bikarleiknum sem við áttum skilið og vildum sýna sjálfum okkur og öðrum hvað í okkur bjó,“ sagði Guðmundur.