Guðmundur Kort sigraði á unglingadegi VÍR
Bráðskemmtilegur unglingadagur VÍR var haldin í blíðskaparveðri í Sólbrekku +a dögunum. Haldin var útsláttarkeppni í Motorcrossbrautinni þar sem tveir keppendur keyrðu brautina í einu. Eftir skemmtileg tilþrif keppenda enduðu þeir Aron Rossen og Guðmundur Kort Nikulásson í úrslitum, stóð Guðmundur Kort upp sem sigurvegari í þeirri keppni.
Eftir útsláttarkeppnina var svo haldin „Móakeppni” þar sem keppendur keyrðu brautina á sem skemmstum tíma.
Úrslit urðu þessi:
1. Kristján Daði Ingþórsson
2 Sigurður Freyr Sigurðsson
3. Aron Rossen.